Karfan: Vestri vann Skallagrím í gærkvöldi 89:85

Vestri vann góðan sigur á liði Skallagríms í Borgarnesi í gærkvöldi 89:85. Vestri er í fjórða sæti í 1. deildinni og nálgast öruggt sæti í úrslitum deildarinnar um laus sæti í úrvalsdeild.

Borgnesingar höfðu sjö stiga forystu í hálfleik en góð frammistaða Vestramanna í seinni hálfleik skilaði þeim sigri.

Nemanja og Nebosja Knezevic skoruðu samanlagt 51 stig og skiptu þeim eins jafnt milli sín og unnt er. Marko Dmitrovic  gerði 14 stig, Hilmir Hallgrímsson  8 stig og Ingimar Aron Baldursson 6 stig.

 

Vestri hefur 20 stig að loknum 17 leikum og hefur tveggja stiga forystu á UMF Álftaness sem hefur þó leikið 19 leiki. Er því staða Vestri til þess að ná einu af fjórum efstu sætunum orðin vænleg.

 

DEILA