Hlaupahátíð á Vestfjörðum 16-19 júlí 2020

Það er mikil upplifun að hlaupa fyrir Svalvoga.

Nú er undirbúningur fyrir hátíðina í ár formlega hafinn og er skráning á hlaupahátid.is.

Dagskráin er með svipuðu sniði og í fyrra og lítur þannig út:

Fimmtudagur 16. júlí
Kl. 20.00 Skálavíkurhlaup.
Kl. 19.40 Skálavíkurhjólreiðar. Athugið að tímasetning getur breyst
Kl. 22.30 Verðlaunaafhending í sundlauginni í Bolungarvík (tímasetning gæti breyst)

Föstudagur 17. júlí
Kl. 16:00 Sjósund 1500 m.
Kl. 16:00 Sjósund 500 m.
Kl. 20:00 Arnarneshlaup 21 km.
Kl. 21.00 Arnarneshlaup 10 km.
kl. 22.15 Verðlaunaafhending á Silfurtorgi fyrir Arnarneshlaup

Laugardagur 18. júlí
Kl. 10.00 Fjallahjólreiðar (XCM) 55 km.
Kl. 10.15 Skemmtihjólreiðar 8 km.
Kl. 11.15 Skemmtiskokk á Þingeyri, 2 og 4 km.
Útijóga, vöfflubakstur og fleira skemmtilegt við sundlaugina á Þingeyri

Sunnudagur 19. júlí
Kl. 08:00 Tvöföld Vesturgata 45 km.
Kl. 11:00 Heil Vesturgata 24 km.
Kl. 12:45 Hálf Vesturgata 10 km.

Þríþraut samanstendur af 500 m sjósundi, 55 km fjallahjólreiðum og 24 km Vesturgata.

Hugsanlegt er að fjöldatakmarkanir verði í 24 og 10 km Vesturgötuhlaupinu og því hvetjum við keppendur til að skrá sig sem fyrst

DEILA