Föstudaginn 7. febrúar ætlar unglingadeild Grunnskóla Önundarfjarðar að halda ljóða og smásögu maraþon.
Maraþonið byrjar kl. 13:30 og er til kl. 13:30 8. febrúar.
Selt verður kaffi og kökuhlaðborð og kostar það 1.500 kr. ásamt miðnæturkaffi.
En fyrir allan pakkann kostar 2.500 kr.
7. febrúar:
kl. 16:00 verður kaffi og kökuhlaðborð.
kl. 19:00 verður súpa og brauð í kvöldmat
8. febrúar:
kl. 00:00 verður miðnætur kaffi.
kl. 12:00 verður bröns.
Hvert hlaðborð verður opið upp að næsta hlaðborði.
Nemendur hvetja bæjarbúa og aðra til að mæta og lesa upp þeirra uppáhalds smásögu og/eða ljóð.
Vonast er til að sjá sem flesta!