Fjórir Ísfirðingar fara á HM

Frá skíðagöngu á Ísafirði. Mynd: Hólmfríður Svavarsdóttir.

Hvorki meira né minna en fjórir keppendur úr Skíðafélagi Ísafjarðar (SFÍ) eru á meðal keppenda á  HM unglinga í skíðagöngu sem fer fram í Oberwiesenthal í Þýskalandi, dagana 28.febrúar – 8.mars. Alls fara sex keppendur á mótið og er hlutur Vestfirðinga stór eða 4 af 6.

Á síðasta ári voru þrír af fimm keppendum frá Ísafirði á HM unglinga.

Skíðagöngunefnd SKÍ valdi keppendur á mótið skv. gildandi valreglu og eru það eftirtaldir:

U20:

Anna María Daníelsdóttir – SFÍ

Jakob Daníelsson – SFÍ

U23:

Kristrún Guðnadóttir – Ullur

Isak Stianson Pedersen – SKA

Albert Jónsson SFÍ

Dagur Benediktsson – SFÍ

Þjálfari er Vegard Karlström

DEILA