Dýrafjörður: engin lax veiddist

Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu um að eftirlitsmaður Matvælastofnunar hafi skoðað aðstæður og viðbrögð Arctic Sea Farm við því að gat kom á nótarpoka einnar kvíar fyrirtækisins við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Segir í tilkynningu frá stofnuninni að sé atvikið til meðferðar hjá stofnuninni.

Gatið uppgötvaðist við neðansjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arctic Sea Farm var gatið um 99 cm rifa á 20 m dýpi. Í þessari tilteknu kví voru um 170.000 laxar með meðalþyngd 2,4 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 22. janúar sl. og var nótarpoki þá heill.

Enginn lax veiddist

Arctic Sea Farm lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnudag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt.