Blóðskilun á Sjúkrahúsinu á Ísafirði

Á bráðadeild Sjúkrahússins á Ísfirði er nú komin í notkun blóðskilunarvél. Tveir hjúkrunarfræðingar stofnunarinnar fóru og unnu á blóðskilunardeild Landspítala í tvær vikur og og sóttu fræðslu um notkun vélarinnar. Nú þegar hefur fyrsti skjólstæðingurinn komið í blóðskilun á bráðadeildina. Ungur ísfirðingur, sem hefur þurft að dveljast á sjúkrahóteli í Reykjavík í nær tvo mánuði, fær nú þessa lífsnauðsynlegu þjónustu hér í heimabæ.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur gert samning við Landsspítala um samstarf um blóðskilun. Var sá samningur undirritaður nú fyrir helgi þegar tækið var tekið í notkun á Sjúkrahúsinu á Ísafirði.

DEILA