West Seafood : lýstar kröfur 382 m.kr.

Lýstar kröfur í þrotabú West Seafood ehf. á Flateyri námu 328 mkr. að sögn skiptastjóra. 115 aðilar, ýmist lögaðilar eða einstaklingar, lýstu kröfum í búið.

Samtals námu sértöku og veðkröfur 136 mkr. og forgangskröfur skv. 112. gr. 56 mkr. Kröfur samkvæmt 112. gr. eru kröfur vegna launa og lífeyrisgjalda.

Í ljósi upphæða fyrrgreindra krafna var ákveðið að taka ekki afstöðu til almennra krafna að svo stöddu.

Helstu eignir félagsins eru fiskvinnsluhús og beituskúr á Flateyri, vinnslutæki, lyftarar og báturinn Jóhanna G. Umræddar eignir eru í söluferli í framhaldi af veðhafafundi.

Mörg fyrirtæki á Vestfjörðum lýstu kröfum í þrotabúið. Meðal þeirra sem Bæjarins besta er kunnugt um eru Græðir ehf, Hlunnar ehf og ÍS 47 ehf. Grundvöllur að starfsemi West Seafood ehf var samningur við Byggðastofnun um afnot af sértækum byggðakvóta í sex ár. Byggðastofnun rifti að lokum samningnum vegna vanefnda.

DEILA