Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Úthlutað hefur verið úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, en úr honum eru veittir styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna, menningarverkefna og síðan geta menningarstofnanir sótt um stofn- og rekstrarstyrki. Uppbyggingarsjóður er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-25.

9 manna úthlutunarnefnd fer yfir allar umsóknir og veitir vilyrði fyrir styrkjum. í ár bárust 129 umsóknir og er það með því mesta sem verið hefur.

65 styrkvilyrði voru veitt, alls að upphæð 60.600.000 kr. Um helmingur umsókna fær því jákvætt svar, en styrkupphæðir eru oft lægri en umbeðin upphæð. Vestfjarðastofa óskar styrkþegum til hamingju og öllum umsækjendum góðs gengis með verkefni sín.
Næst verður kallað eftir umsóknum á vestfirdir.is í október vegna styrkveitinga ársins 2021.

Hér er listi yfir veitt styrkvilyrði fyrir árið 2020. Allir styrkir eru til eins árs nema annars sé getið.

Stofn- og rekstarstyrkir:
3.000.000 kr:
Skrímslasetrið
Rekstur Edinborgarhússins (árlega til tveggja ára)
Strandagaldur

2.000.000 kr:
Melrakkasetur Íslands (árlega til þriggja ára)
Sauðfjársetur á Ströndum (árlega til þriggja ára)

1.250.000 kr:
Hversdagssafnið
Kómedíuleikhúsið
Báta- og hlunninda‎sýningin á Reykhólum
Félag um listasafn Samúels

Samtals stofn- og rekstrarstyrkir: 18.000.000 kr.

Verkefnastyrkir

Stærri styrkir:
2.000.000 kr:
Háskóli Íslands – Vestfirska þjóðtrúarfléttan
Aldrei fór ég suður
Sjávarsmiðjan – Sjávarböð á Reykhólum (árlega til tveggja ára)
Act alone
Sauðfjársetrið – Náttúrubarnahátíð
Menningarviðburðir í Edinborgarhúsinu

1.600.000 kr:
Ketill Berg Magnússon – Vésteinn siglir
Örn Elías Guðmundsson – Tónlist úr náttúrunni
Djúpið frumkvöðlasetur
Heimildahátíðin Skjaldborg (árlega til þriggja ára)
Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri – Startup Westfjords
Samtals stærri styrkir: 20.000.000 kr.
Minni styrkir:

1.000.000 kr:
Dellusafnið
Gaman Gaman – Iceland comedy film festival
Blús milli fjalls og fjöru
Ásta Þórisdóttir – Sýslið
Náttúrustofa – FerskLús aðferð til að aflúsa lax
Sjávarsmiðjan – Algae náttúra vörur
Exoco ehf – Eldey Aqua
Gunnar Jónsson – Efling samfélags og vöruþróunar

600.000 kr:
Sindri Páll Kjartansson – Tónleikadagská Vagnsins
Vistum ehf – Áframræktun á hörpudisk

500.000 kr:
Kol og salt – Alþjóðlegar gestavinnustofur
Wouter Van Hoeymissen – Media for the Tank
Fjölmóður – Skúlptúrastöð á Hólmavík
Sköpunarhúsið 72 ehf. Gestavinnustofur í Húsinu
Kómedíuleikhúsið – Uppsetning og viðburðir
Vaida Braziunaité – Tungumálatöfrar
Selvadore Raehni – Tónlistarhátíðin Miðnætursól
Cristian Gallo – Birdspot v2
Sæbjörg Freyja – Nýjar vörur Kalksalt
Þörungaklaustur ehf – Þróun safapressu
Þörungaklaustur ehf. – Ímyndarsköpun með hönnun
Hrafnadalur – Kræklingur sem skyndibiti

400.000 kr:
Kristín Þórunn Helgadóttir – Grænt og vænt
Hótel Djúpavík – The Factory
Íþróttafélagið Höfrungur – Dísa ljósálfur
Marsibil G. Kristjánsdóttir – Gísla saga
Fjölmóður – Hörmungadagar
Leikfélag Hólmavíkur – Uppsetning á leikriti
Leikfélag Hólmavíkur – Haustverk
Össusetur Íslands – Gilsfjörður Arts
Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson ehf.- Menningardagskrá
Gunnar Ólafsson – Fræ til framtíðar
Sauðfjársetur á Ströndum – Svæðisbundna minjagripasmiðjan
Stofnun Rögnvaldar Á Ólafssonar – Sumarskóli í vistvænum arkitektúr
Sóley J. Einarsdóttir – Ræktun grænmetis og sumarblóma
Heimabyggð – Umbúðalaus verslun á Ísafirði

200.000 kr:
Minjasafn Egils Ólafssonar – Aðgengi og merkingar
Ísafjarðarkirkja – Lítil saga úr orgelhúsi
Tónlistarfélag Ísafjarðar- Tónleikaröð
Fryderic Chopin tónlistarfélagið á Íslandi – afmælistónleikar
Potemkin – Hin saklausa skemmtun
Sögumiðlun – Viðburðir og miðlun norðan Djúps
Elín Agla Briem – Útilist hátíð fyrir alla
Freyja Magnúsdóttir – Eysteinseyri Fullnýting matvæla
Birgir Þór Halldórsson – Netskráning
Samtals minni styrkir: 22.600.000 kr.