Strandabyggð: engin vinnsluskylda á byggðakvóta

Frá Hólmavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt sérreglur um úthlutun byggðakvóta fyrir yfirstandandi ár. Sveitarfélagið fékk 140 tonn þorskígildiskvóta úthlutað, sem er tvöföldun frá síðasta fiskveiðiári. Þá skiptist kvótinn milli 17 báta.

Sveitarstjórnin fer fram á að fallið verði frá vinnskyldu kvótans í sveitarfélaginu en löndunarskyldan verði áfram. Lagt er til að 25% kvótans skiptist jafnt milli báta en 75% verði skipt milli þeirra samkvæmt lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs 2018/19.

Á síðasta almanaksári var landað 978 tonnum af fiski í Hólmavíkurhöfn og 487 tonnum af grásleppu eða samtals 1.465 tonnum.

DEILA