Slæm færð á Vestfjörðum

Frá Steingrímsfjarðarheiði.

Hríðarveður gengur nú yfir landið og er appelsínugul viðvörun í gangi á Vestfjörðum í dag og á morgun.

Mjög slæm færð er nú víðast hvar á Vestfjörðum. Fjallvegir eru ófærir og beðið er með mokstur. Þó er mokstur hafinn á milli þéttbýlisstaða í Ísafjarðarbæ og til Bolungarvíkur en Súðavíkurhlíð er lokuð.

Búast má við skánandi veðri um stund á föstudag svo rétt er að allir þeir sem huga að ferðalögum kynni sér veðurspár áður en lagt er af stað.

DEILA