Orkubúið greiddi hæstu launin 2018, Arnarlax stærsta fyrirtækið

Í nýútkomninni Frjálsri verslun er yfirlit yfir stærstu vinnuveitendurna á landinu.  Á listanum eru sex vestfirsk fyrirtæki.

Arnarlax hf er stærst mælt í veltu. Tekjur þess voru 5.367milljónir króna á árinu 2018.  Það var reyndar erfitt ár því tapið varð 2,4 milljarðar króna. Næst stærst var Hraðfrystihúsið Gunnvör hf með veltu upp á 4.587 milljónir króna. Hagnaðurinn varð 618 m.kr. Jakob Valgeir ehf er þriðja stærsta fyrirtækið. Velta þess var 3.318 m.kr en hagnaðurinn varð 1.841 milljón króna. Kampi hf er í fjórða sæti með veltu upp á 2.962 m.kr. og 108 m.krk. hagnað.  Orkubú Vestfjarða ohf er fimmta stærsta fyrirtækið. Velta þess var 2.841 m.rkr.  og hagnaður 301 m.kr. Loks var Oddi hf með 1.798 m.kr. veltu á árinu 2018 og hagnaðurinn varð 33 m.kr.

Orkubú Vestfjarða greiddi hæstu meðalárslaunin 10.337.000 kr. árið 2018. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf var með meðallaun 10.064.000 kr.  Meðallaunin hjá Jakob Valgeir ehf voru 9.795.000 kr. Í fjórða sæti er Oddi hf með meðallaun 9.004.000 kr.  Arnarlax hf greiddi 8.335.000 kr í meðallaun og Kampi var með 6.873.000 kr.

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf var með flest ársverk á árinu eða 158.  Arnarlax hf og Jakob Valgeir hf voru með 100 ársverk hvort um sig. Orkubú  Vestfjarða ohf var með 68 ársverk, oddi hf með 67 og Kampi með 40.