Nú í desembermánuði sl. útskrifaðist Hlynur Snorrason með löggildingu sem ökukennari frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann hefur keypt bíl til ökukennslu og býður fram starfskrafta sína, utan hefðbundins vinnutíma, þ.e.a.s. á kvöldi, helgar og á öðrum frídögum eftir samkomulagi.
„Við erum að tala um kennslu til almennra ökuréttinda, þ.e.a.s. svk. B réttindi auk þess sem ég get þjónustað þá sem eru að sækja um fullnaðarskírteini og þurfa akstursmat“ segir Hlynur.
Netfang Hlyns er snorrason1963@me.com og símanúmerið er 866 8317. Síðan hans á Facebook heitir Hlynur ökukennari.