Hafnastjórn Ísafjarðarbæjar hefur staðfest synjun skipulags- og mannvirkjanefndar á erindi rækjuverksmiðjunnar Kampa um lóð E við Mávagarð. Í umsókn Kampa kemur fram að áformað sé að reisa stálgrindarhús og nýta það undir iðnaðarstarfsemi.
Skipulags- og mannviirkjanenfndin synjaði umsókninni með vísan í gr. 1.3 í úthlutunarreglum Ísafjarðabæjar, lóðin hefur ekki verið auglýst til úthlutunar.
Nefndin óskaði eftir afstöðu hafnarstjórnar þar sem lóðin er á skilgreindu hafnarsvæði og ætluð til olíudreifingar skv. skipulagi.
Afstaða hafnarstjórnar er sú að nýting lóðarinnar verður áfram í samræmi við skilmála í núgildandi deiliskipulagi.