Hvalárvirkjun: Drangavíkurmálinu vísað frá dómi

Rétt í þessu var máli nokkurra eigenda jarðarinnar Drangavíkur  vísað frá héraðsdómi Vestfjarða. Málið var höfðað til þess að fá felldar úr gildi ákvarðanir hreppsnefndar Árnesshrepps sem gert hafði deiliskipulagsbreytingar vegna Hvalárvirkjunar og einng var krafist ógildingar á útgefnu framkvæmdaleyfi til vegaframkvæmda til Vesturverks ehf.

Árneshreppi og Vesturverk ehf var stefnt í málinu og kröfðust þeir að málinu yrði vísað frá dómi.

Á það hefur dómstóllinn nú fallist.

Dómurinn dæmi stefnendur til þess að greiða Árneshreppi og Vesturverki ehf 600.000 kr. hvorum um sig til greiðslu málskostnaðar.

Frekar verður greint frá málinu þegar dómurinn hefur verið birtur.