Hátíðin Vetrarsól á Ströndum verður haldin í annað sinn um helgina 17.-19. janúar. Mikið er um að vera á hátíðinni, farið verður í pöbbarölt á Hólmavík í fyrsta skipti, opnuð verður sögusýning, boðið upp á námskeið, tónleika, gönguferðir, jóga og notalegar samverustundir. Það eru vinir Stranda sem halda hátíðina í samvinnu við heimafólk. Hér að neðan fylgir dagskrá hátíðinnar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
- janúar – Pöbbarölt, Skemmtilegt er myrkrið! og pubquis á Hólmavík.
-> Mæting kl. 19:30 í Hnyðju þar sem opnuð verður sýningin Skemmtilegt er myrkrið! sem Rannsóknasetur HÍ á Ströndum stendur fyrir. Þaðan verður svo rölt á milli kráa á Hólmavík og stoppað á Gistiheimili Hólmavíkur, Café Riis og Restaurant Galdri. Spennandi drykkir og skemmtiatriði og uppákomur á hverjum stað, endað á stuttu Pubquis á Galdrasýningunni.18. janúar – Söngnámskeið
kl. 10:00-12:00 í Tónskóla Hólmavíkur.
-> Kennari og skráning hjá Jóhönnu Ósk Valsdóttur, johannaoskv@gmail.com.18. janúar – Sólarhyllingar
– 12:00-13:00 – Opinn jógatími í Hvatastöðinni á Hólmavík. Esther Ösp kíkir úr fæðingarorlofinu og leiðir tímann.18. janúar – ,,Bábiljur og bögur í baðstofunni“
kl. 14:00-15:30 í Sævangi.
-> Notaleg samvera fyrir alla fjölskylduna á Sauðfjársetrinu, vöfflur, kaffi og velkomið að hafa handvinnu með. Stemmur af Ströndum, sagnamaðurinn Dagrún Ósk mætir, samsöngur, krakkar kveða, Ása Ketils fer með þulur, Jóhanna Ósk og Bragi Vals syngja 5undasöngva.18. janúar – Tónleikar – Svavar Knútur og strengjahetjurnar
kl. 20:00 í Hólmavíkurkirkju.
-> Svavar Knútur ásamt strengjatríói, Kristínu Lárusdóttir sellóleikara, Jóhönnu Ósk Valsdóttir víóluleikara og Írisi Dögg Gísladóttir fiðluleikara.19. janúar – Söguganga og galdrasúpa.
-11:00 – Söguganga á Hólmavík, Jón Jónsson þjóðfræðingur sér um leiðsögnina á rölti inn að Háaklifi eða Rostungakletti ef veður leyfir. Mæting kl. 10:50 við Galdrasýninguna eða í Hnyðju – Þróunarsetrinu á Hólmavík.
-12.00 – Súputilboð fyrir göngugarpa og aðra sem áhuga hafa á Restaurant Galdri.19. janúar – Forfeðranna minnst.
Kl. 13:00 – Stutt friðarstund í kirkjugarðinum á Hólmavík. Kveikt á kertum og sungið.