Byggðalínan úti

Í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða segir að klukkan 13:15 hafi GL1 leyst út milli Hrútatungu og Glerárskóga leysti út. Varaafl fór sjálfkrafa í gang á norðanverðum Vestfjörðum. Unnið er að uppkeyrslu varaafls á Hólmavík, Reykhólum og í Ísafjarðardjúpi.

Patreksfjarðarlína fór út kl 03:47 í nótt og hefur Patreksfjörður og Barðaströndin verið keyrð á varaafli síðan þá.

Mjólká hélt inni Dýrafirði, Tálknafirði og Bíldudal.

 

Þá sló út rafmagni í Árneshreppi og Djúpinu laust fyrir hádegi, sennilega vegna seltu  en kom inn aftur skömmu seinna.

Uppfært kl 15: grunur um seltu í tengivirki

Eftir því sem best er vitað eru allir notendur á þjónustusvæði OV með rafmagn frá varaafli og virkjunum OV og Landsnets.

Grunur er um að selta sé í tengivirki Landsnets í Geiradal og er mannskapur frá þeim og OV á leiðinni á staðinn til að skoða virkið. Mögulega þarf að ráðast í hreinsun á virkinu.

Klukkan 14:32 leysti Hrafnseyrarlína 1 út í Mjólká og varð þá Dýrafjörður straumlaus. Línan var svo spennusett aftur og er rafmagn komið aftur á allan Dýrafjörð.

 

DEILA