25 ár frá snjóflóðinu á Grund í Reykhólahreppi

Reykhólar

Í gær, 18. janúar voru liðin 25 ár frá því að mikið snjóflóð fékk á bæinn Grund í Reykhólahreppi. Flóðið var um 200 metra breitt og féll á útihús en bærinn slapp.  Bóndinn, Ólafur Sveinsson 79 ára lést og sonur hans grófst einnig en var á lífi þegar björgunarsveitarmenn fundu hann. Um 200 fjár og um 20 nautgripir féllu í flóðinu. Annað flóð féll á Skerðingsstöðum.

Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum  minnist atburðanna og skrifar:

„Núna þann 18. eru liðin 25 á síðan snjóflóðin miklu féllu hérna á Reykjanesinu. Stærsta flóðið sem féll var á Skerðingsstöðum. Þar voru tvö stór flóð Það stærra var var á þekktu snjóflóðasvæði og braut 4 rafmagnsstaura. Upptök þess flóðs voru í Harðvallagjá og samfellt inn í Hvannhillur. Ruddist 150 metra niður fyrir þjóðveginn. Þess má geta að einn rafmagnsstaurinn, sem flóðið skilaði niður fyrir þjóðveginn var aðeins miðhlutinn. Neðsti hlutinn var að sjálfsögðu eftir í jörðinni, en efsti hlutinn var annarstaðar. Ferðamannagöturnar gömlu sem liggja við fjallsræturnar eru 400 metrum fyrir ofan veginn í flóanum. Á miðju flóðasvæðinu var 9 tonna steinn í ófrosnu sitrusvæði Köldukvíslarinnar, rétt neðan við ferðamannagöturnar. Þessi steinn sópaðist með flóðinu 250 m. og þar talið með yfir tvo ræktunarskurði á tiltölulega flötu landi.

Stórt snjóflóð tók peningshús á Grund þetta sama kvöld og lét þar lif sitt Ólafur Sveinsson bóndi. Giftusamlega tókst að grafa yngri son hans úr flóðinu Unnstein Hjálmar eftir 10 kls. leit. Líkamshiti hans var kominn niður í 27 gráður og sat Vigdís Finnbogadóttir um tíma yfir honum eftir að hann fór að sýna viðbrögð bjargarinnar á gjörgæslunni.“

DEILA