Stöðuuppfærsla kl 19:40: Allir úti nema sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður

Reykhólar. Þar er notað varaafl núna.

Þegar þetta er skrifað kl 19:40 eru Geiradalslína og Mjólkárlína úti. Staðan á Vestfjörðum er því þessi: samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða:

Norðanverðir Vestfirðir

Allir notendur eru með rafmagn frá varastöðinni í Bolungarvík og varastöðinni í Súðavík nema í Valþjófsdal og á Ingjaldssandi í Önundarfirði.

Sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður

Allir notendur eru með rafmagn frá Mjólkárvirkjun.

Hólmavík og Strandir

Einhverjir notendur eru komnir með rafmagn frá varavélum á Hólmavík og Drangsnesi. Unnið er að því að ræsa Þverárvirkjun og koma rafmagni til fleiri notenda.

Reykhólar

Rafmagn er á Reykhólum frá varastöðinni þar. Rafmagnslaust er í Reykhólasveit, á Króksfjarðarnesi og í Gufudalssveit.

Ísafjarðardjúp

Rafmagnslaust er í djúpinu en unnið er að því að koma inn varaafli.

DEILA