Send í sveit: Þetta var í þjóðarsálinni

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bókina Send í sveit: Þetta var í þjóðarsálinni þar sem fjallað er um sögu siðarins að senda börn í sveit, ástæður þess að börn fóru í sveit, lífið í sveitinni, dráttarvélaslysin, sveitadvöl sem félagslegt úrræði og hvernig siðurinn birtist í bókmenntum og ljósmyndum.

Frásagnir sumardvalarbarna, heimafólks og annarra er leiðarstef hennar ásamt tölulegum upplýsingum. Siðurinn að senda börn í sveit er margbrotinn — hann var í þjóðarsálinni.

Hið íslenska bókmenntafélag sem gefur bókina út var stofnað árið 1816 og hefur starfað óslitið síðan. Það tók við hlutverki Hins íslenzka lærdómslistafélags sem stofnað hafði verið 1779, en starfsemi þess lá niðri um þær mundir sem Bókmenntafélagið var stofnað. Voru félögin formlega sameinuð árið 1818. Þess eru fá dæmi meðal annarra þjóða og einsdæmi hér á landi að frjálst félag geti státað af slíkri hefð. Stofnun þess olli á sínum tíma þáttaskilum í viðhorfi manna til íslenskrar tungu og bókmennta síðari alda.

DEILA