Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í fyslkisstjórm Troms fylki í Noregi hélt erindi í gær í Reykjavík um laxeldi í Norður Noregi og áhrif þess á strandsvæðin. Fundurinn var á vegum Matvælastofnunar og var að sögn Gunnars Þórðarsonar mjög vel sóttur.
Meðal þess sem fram kom í erindi Gunnars Davíðssonar var að tekjur Norðmanna af útflutningi sjávarafurða var 2018 um 99 milljarðar norskra króna, sem jafngildir 1.400 milljörðum íslenskra króna. Fiskeldið skilaði um 40% af magninu en hvorki meira né minna en 72% af verðmætunum, þannig að verðmæti af hverju kílói var mun meira af eldinu en veiddum villtum fiski.
Framleiðsla Norðmanna á eldislaxi hefur aukist þúsundfalt á 40 árum eða úr 1.432 tonnum í nærri 1,3 milljónir tonna. Fjórfaldast á síðastliðnum 20 árum og síðustu 10 árin hefur hún tvöfaldast. Spáð er að framleiðslan vaxi í 5 milljónir tonna árið 2050 eða fjórfaldist frá því sem nú er.
Eitt starf skapar 4,7 milljónir NOK til landsframleiðslunnar
Athyglisverðar upplýsar komu fram um framlag laxeldisins til þjóðarframleiðslunnar.
Eitt starf í Noregi gaf af sér um 1 milljónir NOK = 14 milljónir IKR inn í þjóðarframleiðsluna (eða verga landsframleiðslu) árið 2017 að meðaltali – súlan legst til hægri á myndinni. Þá er störfum í olíuvinnslunni haldið utanvið.
Talan er hærri fyrir fiskvinnslu (FOREDLING) 1,1 milljónir NOK og 1,5 milljónir NOK fyrir fiskveiðar.
En hún er 4,7 mill NOK fyrir fiskeldi.