Kvenfélagið ósk, Ísafirði varð slitið formlega á fundi síðastliðinn fimmtudag sem haldinn var í Nausti á Hlíf.
Valdís Veturliðadóttir er ein af kvenfélagskonunum sem gengu frá lokum félagsins. Hún sagði í samtali við Bæjarins besta að ekki hafði verið haldinn fundur í félaginu síðustu 18 ár og því hafi verið ákveðið að ganga frá þessu núna og ráðstafa eignum félagsins. Félagið var stofnað 1907 utan um Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði og studdi félagið dyggilega við skólann. Enn á eftir að ráðstafa eignum kvenfélagsins í skólahúsinu, innanstokksmunum, sem einkum voru í eldhúsi og borðstofu. Málverkum var komið til Listasafns Ísafjarðar.
Ákveðið var að gefa átta félagasamtökum á Ísafirði 2 milljónir króna hverju eða samtals 16 milljónir króna. Það eru:
Björgunarskipið Gísli Jóns, Krabbameinsfélagið Sigurvon, Kiwanisblúbburinn Básar, Lionsfélag Ísafjarðar, Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal, þjóðkirkjan, söfnuðurinn á Ísafirði og félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni.
