JÓLASÖLUBORÐ ÚTHVERFU

Nú er upplagt að kaupa listaverk til gjafa því að dagana fyrir jól verður Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space með sölusýningu á verkum myndlistar- og handverksfólks.

Þátttakendur á sýningunni verða m.a.:
Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir – prent
Deborah – skartgripir úr perlum
Einar Viðar Guðmundsson Thoroddsen – grafíkverk
Elísabet Gunnarsdóttir – ljósmyndaverk
Erika Irmler – ljósmyndir
Heiðrún Viktorsdóttir – teikningar
Jón Sigurpálsson –
Margeir Haraldsson – ljósmyndir og grafíkverk
Marsibil G. Kristjánsdóttir – listaverk og handverk
Nína Ivanova –
Ólöf Björk Oddsdóttir – keramík
Ómar Smári Kristinsson –
Pétur Guðmundsson –
Rannveig Jónsdóttir –
Solveig Edda Vilhjálmsdóttir – málverk og teikningar
Una Gunnarsdóttir – málverk
Zuzu Knew – ýmislegt

Auk þess verða til sölu bækur úr Listaverkabókabúð Úthverfu, þar á meðal eru ljóðabækur Eiríks Arnar Norðdahl.

Sýningin opnar á laugardag 14. desember kl. 16 og verður opin daglega kl. 16-18 og eitthvað lengur frameftir á Þorláksmessu (enda þorláksmessa í miðbæ Ísafjarðar er engu lík .. angandi af kæstri skötu ..)