Ísafjörður: Vestri-Völsungur 1.deild kvenna í blaki

Vel hefur gengið hjá blakliði Vestra í 1. deild kvenna þetta haustið og nú er komið að loka leik stelpnanna á þessu ári þegar þær taka á móti Völsungi laugardaginn 7. desember kl.13.
Okkar stelpur hafa unnið 7 af þeim 10 leikjum sem hafa verið spilaðir til þessa.
Þetta verður hörku leikur og þurfa þær á ykkar stuðningi að halda.
Fjölmennum í Torfnes og hvetjum stelpurnar til sigur .
ÁFRAM VESTRI

DEILA