Helgihald í Vestur Barðastrandarsýslu

Patreksfjarðarkirkja. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sóknarprestarnir í Vestur  Barðastrandarsýslu Bryndís Svavarsdóttir og Kristján Arason sitja ekki auðum höndum um hátíðirnar. Á aðfangadag verður sunginn aftansöngur í þremur kirkjum, þar af tvisvar í Patreksfjarðarkirkju. Á jóladag verður hátíðarguðsþjónusta í tveimur og á annan dag jóla verður helgistund á Heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði.

Um áramótin verða svo þrjár guðsþjónustur. Alls verða athafnir í sex kirkjum um hátíðirnar. Er það í byggðarlögunum þremur Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði, svo og í Haga á  Barðaströnd, Saurbæ á Rauðasandi og Sauðlauksdalskirkju.

DEILA