Fréttavefurinn Bæjarins besta sendir lesendum sínum, auglýsendum og öllum velunnurum besta jóla- og nýárskveðjur með góðum óskum um gott og farsælt komandi ár.
Árið hefur verið Vestfirðingum í meginatriðum farsælt til lands og sjávar. Mikilvæg framfaramál hafa mjakast áfram í rétta átt og íbúum hefur fjölgað lítillega. En áfram þarf að róa fast svo Vestfirðir haldi í við aðra landshluta.
Fréttavakt verður á Bæjarins besta um hátíðisdagana og fréttir fluttar eftir atvikum.
Með hátíðarkveðjum
ritstjórn Bæjarins besta