Nú er allt rafmagn á norðanverðum Vestfjörðum framleitt með díselvélum í Bolungavík. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að Landsnet hefði tekið þá ákvörðun í morgun í samráði við Orkubúið að rjúfa strauminn á Breiðadalslínu og setja varaaflsvélarnar í Bolungavík í gang. Síðan þegar línan sló út urðu raforkunotendur ekki varir við það.
Elías sagðist ekki vita annað en að Vesturlína væri enn inni og Mjólká sæi um rafmagn fyrir sunnanverða Vestfirði.