Bolungarvík: Jólatónleikar Hjartar og hinna dádýranna

Jólatónleikar verða í Félagsheimilinu í Bolungarvík á morgun laugardag kl. 17:00.

Þar koma fram Hjörtur og hin dádýrin sem er söngflokkur sem í eru söngvararnir Hjörtur Traustason, Elísabet Traustadóttir, Magnús Traustason, Bjarki Einarsson, Anna Þuríður Sigurðardóttir og Jón Stefánsson.

Allur ágóði af tónleikunum rennur til Björgunarsveitarinnar Ernis og Kvennadeild slysavarnafélagsins býður upp á kaffi og veitingar.

Húsið opnar 16:15
Það verður einn posi á staðnum en við hvetjum fólk til að mæta með pening svo hlutirnir gangi hraðar fyrir sig.

Miðaverð: 2000 kr
Frítt fyrir 10 ára og yngri
Miðapantanir í síma: 6921889
Og netfangi: h.dadyrin@gmail.com

Tónleikarnir áttu að vera í Safnaðarheimilinu en hafa verið færðir í Félagsheimilið vegna mikillar aðsóknar.