Walvis eina fiskvinnslan á Flateyri

Þorgils Þorgilsson á hafnarkantinum á Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fiskvinnslan Walvis ehf er eina fiskvinnslan á Flateyri eftir að West Seafood varð gjaldþrota. Þegar Bæjarins besta var þar á ferð í síðustu viku var verið að slægja regnbogasilung frá ÍS 47 ehf og ganga frá fiskinum til útflutnings.

Þorgils Þorgilsson er eigandi og framkvæmdastjóri Walvis og hann gerir einnig út bátinn Eið ÍS 126. Þorgils hóf reksturinn á Flateyri 2014 og kom frá Þingeyri.

Þorgils hefur víða stundað atvinnurekstur og sjósókn. Hann var meðal annars í nokkur ár í Namibíu og þjálfaði menn til sjósóknar. Þorgils lét vel af dvöl sinni þar og ber Namibíumönnum vel söguna, segir þá glaðlynda, vinnusama og heiðarlega.

Nafn fyrirtækisins Walvis er frá Namibíu og þýðir hvalur.

DEILA