Skotíþróttafélag Ísafjarðar í 2. sæti

Um síðustu helgi var haldið landsmót Skotíþróttasambands Íslands á Ísafirði. Keppt var í þrístöðu og í 60 skotum með riffli af 50 metra færi liggjandi. Í karlaflokki varð  valur Richter, Ísafirði í 3. sæti, leifur Bremnes í 4. sæti og Ívar Valsson í 6. sæti. lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar var í 2. sæti í liðakeppninni á eftir Skotfélagi Reykjavíkur.

Í kvennaflokki varð Elín Drífa Ólafsdóttir, Ísafirði í 3. sæti.

DEILA