Ráðuneytið: vatnsgjaldið var of hátt

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hafi verið óheimilt að láta vatnsgjaldið standa undir arðgreiðslu sem ran svo í borgarsjóð. Er það niðurstaða ráðuneytisins að lög heimili ekki að vatnsgjaldið réðist af arðsemissjómarmiðum. því mega sveitarfélög, sem eiga vatnsveiturnar, ekki innheimta arð af því fé sem bundið er í vatnsveitum.

Þetta kemur fram í gögnum sem lögð var fyrir bæjarráð Ísafjarðarbæjar.

Bent er á að það sé lögbundin skylda sveitarfélag að starfrækja vatnaveitu og hafa þau einkarétt til þess. Um er að ræða almannaþjónustu og fjárfesting sveitarfélaga í vatnsveitum getur ekki falið í sér ávöxtunarkröfu, þar sem sveitarfélagi er ekki heimilt að taka arð af starfseminni, segir í minnisblaði ráðuneytisins.

Í rökstuðningi ráðuneytisins er einkum sýnt fram á að arðgreiðslur séu því aðeins heimilar að lagaákvæði leyfi og að nákvæm athugun á sveitarstjórnarlögunum leiti ráðuneytið að  þeirri niðurstöðu að lagafyrirmæli skortir.

Þá úrskurðar ráðuneytið einnig að óheimilt sé að reikna fjármagnskostnað á það fé sem bundið er í vatnsveitu og láta vatnsgjaldið standa undir þeim fjármagnskostnaði.

Tilefni er fyrir sveitarfélögin, þar með talið á Vestfjörðum,  í þessu ljósi að athuga hvort vatnsgjald, sem þau hafa innheimt á undanförnum árum, hafi verið innan leyfilegra marka, sem hafa nú verið skýrð með úrskurðinum.

DEILA