Lýðskrum á Flateyri í dag

Smábátar í Flateyrarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Listahátíðin Lýðskrum er sýning, lokahóf og hátíðarhöld þar sem nemendur á hugmyndabraut í Lýðskólanum á Flateyri sýna afrakstur sinn úr áfanganum Grafísk Hugsun.
Síðastliðnar tvær vikur höfum við verið að læra á ýmsa miðla tengt grafískri hönnun undir leiðsögn Elsu Jónsdóttur og Björns Loka. Meðal verkefna sem verða til sýnis eru skilti, silkiþrykk, plaggöt og ýmis hönnunarverkefni. Einnig verður bráðskemmtileg dagskrá með pönnukökum, tónlist og ljóðalestri.

Dagskráin hefst klukkan 16:00 í Samkomuhúsinu á Flateyri og mun standa til 21:00 en þá verður haldið Halloween partý á Vagninum Flateyri.
Við erum ótrúlega spennt að sýna verkin okkar og halda uppi stuðinu og hlökkum til að sjá alla!

DEILA