Lionsklúbbur Íafjarðar býður Ísfirðingum og Vestfirðingum ókeypis blóðsykurmælingu i tilefni alþjóðadags sykursýki á morgun þann 14. nóv og á föstudaginn 15. nóvember með dyggum stuðningi Hjúkrunar og Sjúkraliðafélags Vestfjarða.
Mælingin verður í andddyri Bónus og Nettós á milli kl 3-5.
Í fréttatilkynningu frá Lionsklúbbi Ísafjarðar segir:
„Þetta heilsuverkefni er alþjóðaverkefni Lions hreyfingarinnnar. Sykursýki er dulinn sjúkdómur sem fólk gengur með án þess að vita og hefur slæm áhrif á heilsuna. Þetta verkefni hefur verið undanfarin áratug. Ísfirðingar tekið þátt i frá upphafi, og okkur þykir vænt um að Lionsklúbbur Ísafjarðar er með hæstu þátttöku hvert ár á landsvísu, og viljum við gera betur og allir hjartanlega velkomnir.
Lionsklúbbur Ísafjarðar er einn sá elsti á landinu 62.ára og hefur verið ötull i gegnum árin með fjáraflanir til styrktar verkefna i heimabyggð . Félagar hafa verið mjög öflugir síðustu ár í skötuvinnslu og er skötusala fyrir jólin aðal fjáröflun félagsins.“
Lionsklúbburinn hvetur fólk eindregið til að mæta í mælinguna og þakkar jafnframt Hjúkrunar og Sjúkraliðafélagi Vestfjarða fyrir fallega veittan stuðning við þetta verkefni ár eftir ár.