Höttur Egilsstöðum vann karlalið Vestra í körfuknattleik 82:64 í 1. deildinni á laugardaginn.
Höttur tók forystuna strax í 1. leikhluta og hafði 13 stiga forystu í hálfleik. Í þriðja leikhluta sótti Vestri á og vann þann leikhluta með fimm stigum og minnkaði muninn niður í 8 stig. En Hattarmenn unnu lokaleikhlutann með sex stigum og leik með 18 stiga mun.
Nebojsa Knezevic skoraði 20 stig, tók 4 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Nemanja Knezevic 18/15 fráköst/3 varin skot, Hilmir Hallgrímsson 10/4 fráköst, Matic Macek 7, Ingimar Aron Baldursson 5, Marko Dmitrovic 4.
Að lokum sex umferðum er Vestri í 4. sæti með þrjá sigra og þrjú töp. Höttur er í 2. – 3. sæti með fimm sigra og aðeins eitt tap. Hamar frá Hveragerði trónir á toppnum og hefur unnið alla leikina sex.