Ísafjarðarbær: Hækkandi fasteignamat hefur bætt stöðuna

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að fasteignamat hafi síðustu ár hækkað umfram verðlag og nú er í fyrsta skipti er heildarstaða eignasafns Fasteigna Ísafjarðarbæjar jákvæð.

Að sögn Guðmundar var staðan umtalsvert verri fyrir fáeinum árum í öllum byggðakjörnum. „Til að mynda var staðan neikvæð í öllum kjörnum nema Hnífsdal árið 2016. Frá árinu 2016 hefur fasteignamat hækkað um 41,8%.“

„Á Suðureyri var neikvæð staða eignasafns 134 milljónir árið 2016 en er 92 milljónir í ár. Eins og sjá má er sveiflan langmest á Ísafirði yfir sama tímabil. Þar hefur fasteignamat líka hækkað mest.“

Á árinu 2016 var eignastaðan neikvæð um hvorki meira né minna en 381 milljón króna, en er nú jákvæð um 38 milljónir króna. Þetta er viðsnúningur um 420 milljónir króna.

Breytingin er fyrst og fremst á Ísafirði, þar sem staðan fer úr neikvæðri stöðu 2016 um 193 milljónir króna í jákvæða stöðu upp á 142 milljónir króna. Breytingin er 335 milljónir króna.

 

Þetta sést vel í meðfylgjandi gögnum:

 

DEILA