Veturnætur

Næstkomandi miðvikudag hefjast á Ísafirði svonefndar veturnætur. Það er vetrarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta menningarviðburði, skemmtanir og uppákomur í menningarhúsum, verslunum, veitingahúsum og stofnunum Ísafjarðarbæjar. Að þessu sinni verður myndlist í brennidepli en líkt og á fyrri hátíðum er dagskráin fjölbreytt.
Á miðvikudag hefst árlegur bókamarkaður Bókasafnsins á Ísafirði í Safnahúsinu og er hann opinn til 31 október.
Á miðvikudagskvöld kl. 19:30 eru einleikstónleikar í Hömrum þar sem Maksymilian Haraldur Frach flytur Árstíðirnar eftir Vivaldi ásamt strengjasveit.
Á fimmtudag er m.a í Fræðslumiðstöðinni fyrirlestur Salóme Ingólfsdóttur um næringu, heilsu og hvíld og er aðgangur ókeypis.
Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar spilar í Neista kl. 17:00 og um kvöldið eru í Edinborgarhúsinu heimstónlistar- og jasstónleikar Sigmars Þórs Matthíassonar.
Nánar upplýsingar um dagskrána eru á heimasíðu hátíðarinnar.

DEILA