Strandabyggð: sveitarstjórn hefur ekki tekið afstöðu til Hvalárvirkjunar

Mynd: verkis.is

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ekki tekið afstöðu til virkjunar Hvalár í Árneshreppi eða gert ályktun um málið. Þetta kemur fram í svari Þorgeirs Pálssonar, sveitarstjóra við fyrirspurn Bæjarins besta í síðustu viku.

Þorgeir var þá inntur eftir því hvort sveitarstjórn styddi ályktanir til stuðnings Hvalárvirkjun sem gerðar hafa verið undanfarin ár á þingum Fjórðunssambands Vestfirðinga, en hann vildi ekki svara því.  Bæjarins besta sendi öllum sveitarstjórnarmönnum í Strandabyggð fyrirspurn um afstöðu þeirra til Hvalárvirkjunar og hvort til stæði að sveitarstjórn taki afstöðu til hennar.

Enginn þeirra hefur svarað fyrirspurninni enn sem komið er.

 

DEILA