Núpur seldist á 50 milljónir króna

Fyrrum héraðskólinn á Núpi var búinn að vera í opnu söluferli síðan 2017 og eignin seldist að lokum á samtals 50 m.kr. Nýr eigandi er HérNú ehf.  Afhending fór fram þann 1. október sl. Þetta kemur fram í svörum upplýsingarfulltrúa Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Bæjarins besta.

Eignirnars em voru seldar eru Gamli skólinn, skólastjórahús og heimavist (kvennavistin) og stærsta byggingin sem hýsir heimavist, kennslustofur og íbúðir. Er flatarmál bygginganna samtals um 4600 fermetrar.

Þegar auglýst var 2017 var samanlagt fasteignamat eignanna 103,5 milljónir króna og brunabótamatið var þá 994 milljónir króna.

 

DEILA