Íbúafundur um komur skemmtiferðaskipa

Ísafjarðarbær boðar til íbúafundar um fyrirhugaðar framkvæmdir við Sundabakka á Ísafirði. Einnig verða kynnt drög að lokaskýrslu starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 28. október á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði og hefst klukkan 20:00. Fundarstjóri er Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.
Dagskrá:
Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundabakka – Gunnar Páll Eydal, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Verkís
Kynning á skýrslu starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa – Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, formaður starfshóps

DEILA