Algerlega óviðunandi aðstæður til aksturs

Ásgeir Einarsson, bifreiðastjóri frá Patreksfirði, sem keyrir flutningabíl milli vesturbyggðar og Reykjavíkur segir að ástand malarveganna í Gufudalssveit sé lagerlega óviðunandi. Í rigningunum að undanförnu verða vegirnir ekki aðeins holóttir og erfiðir yfirferðar heldur veldur bleytan því að erfitt er að aka yfir hálsana, Ódrjúgsháls og Hjallaháls vegna bleytu og hálku, að ekki sé talað um öll óhreinindin sem koma af veginum og upp á bílana.

Ásgeir sendi Bæjarins besta myndir af bílnum sem hann var að aka í gær. Fyrri myndin er af bílnum hreinum þegar ekið er af stað suður og sú síðari af bílnum þegar komið er í Þorskafjörðinn. Ásgeir segir að daglega fari 5 – 10 flutningabílar þessa leið og flytja einkum lax til útflutnings.

Hér er flutningabíllinn hreinn í upphafi ferðar.