Vísindakaffi í Bolungavík á laugardaginn

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum býður gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti í húsakynnum setursins að Hafnargötu 9b í Bolungarvík á laugardaginn 28. september frá kl 14 – 16.

Hvaða áhrif hafa umhverfisbreytingar í sjó á ferðir þorskseiða?

Forstöðumaður setursins, dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, ásamt samstarfsfólki, mun taka á móti gestum og kynna það sem er helst á döfinni hjá setrinu. Þá verður sagt frá nýjum rannsóknum þar sem þorskseiði eru merkt með hljóðmerkjum til að kanna ferðir þeirra um vestfirska firði og gestum gefst tækifæri til að skoða tilraunir á hegðun og ferðum þorskseiða í rannsóknabúrum. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Rannís og er hluti af Vísindavöku Rannís 2019.

DEILA