Tölum um Torfnes 3

Í síðustu grein gerði ég tilraun til að fá fólk til að átta sig á því að fyrirhugaðar framkvæmdir á Torfnesi komi til með að kosta um 700 milljónir.  Jafnframt að engin af þeim rökum sem haldið var fram fyrir því skipulagi sem byggja á eftir, standast skoðun.  Skipulagið byggir á röngum eða villandi upplýsingum.

Það hefur því verið afar gremjulegt að tala fyrir daufum eyrum um þörfina á því að vinna betur skipulagið á Torfnesi.  Það benti ég td á síðasta sumar, þegar byggingarnefnd fótboltahúsins var skipuð, að eðlilegast væri að skipulagið væri rýnt og reynt að finna leið til að nýta svæðið sem allra best, því bygging húsins væri ekkert að fara að hefjast næstu mánuðina.

Þessi grein verður frekar stutt.  Hér set ég fram eina tillögu um nýtingu á Torfnesinu, sem hefði t.d. gjarnan mátt að fá umfjöllun í deiliskipulagsvinnu.  Ég tel að svona skipulag nýti Torfnessvæðið mun betur en sú tillaga sem er í gildi, auk þess sem mun auðveldara er að áfangaskipta verkinu, sem er lykilatriði svo sveitarfélagið fari ekki fram úr sér í framkvæmdum.  Það er að mínu mati alveg galið að ráðast í framkvæmd upp á 450 milljónir, sem krefst strax annarar framkvæmdar upp á 170 milljónir.

Dæmi um framkvæmdaröð sem byggir á meðfylgjandi mynd, gæti verið einhvað í þessa veru:

Keppnisvöllur með gervigrasi     =150 milljónir (hluti af svæðinu þegar með gervigrasi)

Áhorfendapallar við Vallarhúsið =20 milljónir

Fótboltahús                                     =450 milljónir

Tengibygging, þreksalir, andyri

Aðstaða Skotís

Hálfur völlur, æfingasvæði          (kanski engin þörf á þessu)

Í þetta fer líka alveg hrikalega mikið af peningum.  En svæðið nýtist mun betur og við fáum með þessu sannkallað fjölnotahús á Torfnes.  Stórt og gott, sameiginlegt andyri sem nýtist við stóra viðburði í hvoru húsinu sem er.  Og hús sem hýst getur líkamsrækt, aflar fjárfestingunni einhverjar auknar tekjur og bætt úr brýnni þörf hér í firðinum.

Það er ennþá tækifæri til að koma í veg fyrir yfirvofandi skipulagsslys á Torfnesi.  Nýtum tímann !

 

Sigurður Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans