Súðavík: húsaleigan falli betur að rekstrarkostnaði

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps efhur ákveðið að segja upp öllum húsaleigusamningum og bjóða leigjendum samning á nýjum kjörum.

Bragi Thoroddsen, sveitarstjóri segir að  Þetta sé  „viðleitni í þá átt áð ná utan um leigumál og húsakosti sveitarfélagsins. Það er áformað að endurskoða leigu og bjóða áframhaldandi leigu á nýjum kjörum. Leigu sem falli betur að raunrekstarkostnaði eigna og taka um leið stöðu á viðhaldsþörf og endurnýjun, en þau mál hafa ekki verið skoðuð um hríð.“

Bragi segir að ekki standi  til að vísa fólki eða rekstri úr eignum Súðavíkurhrepps, „en til stendur að hækka leigu eitthvað án þess að tölur liggi fyrir. Þessi viðleytni á rætur til þess sem fram kemur í ársreikningum liðinna ára.“

DEILA