Sindargata 4a: byggð til að uppfylla þörf

Frá fundi bæjarstjórnar. Arna Lára fyrir miðri mynd. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Í listans segir að upphaflegu plönin hafi verið  að byggja leiguíbúðir plús þessar tvær sem áttu að fara í sölu á almennum markaði til að uppfylla mikla þörf fyrir nýjar íbúðir með góðu aðgengi, þannig að þær myndu nýtast fötluðum og eldra fólki sérstaklega.

Í Sindargötu 4a eru 13 íbúðir, tvær til almennrar sölu og 11  ætlaðar til útleigu til þess að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga og fékkst stofnframlag frá ríkinu í gegnum Íbúðalánasjóð. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ákvað síðar að hætta við  og íbúðirnar voru allar auglýstar til sölu á almennum markaði.

Arna Lára segir „Við gerðum ekki athugasemdir við þá stefnubreytingu að selja allar íbúðirnar en gerðum auðvitað ráð fyrir að haft yrði samband við Íbúðalánasjóð og óskað leyfi til að gera það, sem var ekki gert.

Ísafjarðarbær á yfir 100 íbúðir sem eiga að uppfylla þörf fyrir félagslegt húsnæði í sveitarfélaginu og rúmlega það. Það er eftir því sem ég veit best forgangsraðað eftir þörf inn í þær íbúðir. Þannig ég tel Ísafjarðarbæ vera í vel stakk búinn að þjónusta íbúa sem eru í þörf fyrir félagslegt húsnæði.“

 

 

DEILA