Ný bók – Haraldur

Út er komin bókin Haraldur og er undirtitill hennar Strandir, Ísafjörðu, Damörk, Argentína. Höfunur bókarinnar er Ægir Fr. Sigurgeirsson.

Í bókinni er rakin saga Haraldar Magnússonar sem var fæddur í Kollafjarðarnesi í Strandasýslu árið 1906. Foreldrar hans fluttu þegar Haraldur var tveggja ára að Hvalsá í sömu sveit. Þar búnaðist þeim vel, en mikil breyting varð á högum fjölskyldunnar þegar Magnús faðir Haraldar féll frá ári 1915. Eftir lát hans var heimilið leyst upp og börnin fóru á hina ýmsu bæi þar í nágrenninu. Haraldur fór að bænum Tröllatungu og var þar fram yfir fermingu, Þá fór hann til Ísafjarðar og var þar til sjós. Síðan lá leið hans til Danmerkur og hélt áfram sjómennsku. Haraldur var á olíuflutningaskipinu Emmu Mærsk og fór víða um öll heimsins höf á sjómannsferli sínum. Í bókinni er saga Haraldar rakin og leitast við að draga upp sannverðuga mynd af honum og lífi hans og störfum segir á bókarkápu.