MMR: stefnir í sjö flokka og allir undir 20% fylgi

Í viðhorfskönnun MMR sem birt var í dag myndi sjö flokkar fá mann kjörinn á Alþingi. Það sm vekur helst athygli er að enginn flokkur fengi  meira fylgi en 20%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 18,3% og Viðreisn yrði sjöunda í stærðarröðinni með 10,2% fylgi.

Tveir stærstu flokkarnir tapa fylgi miðað við síðustu viðhorfskönnum Sjálfstæðisflokkurinn missir 0,8% og hefur aldrei mælst minni. Samfylkingin missir 2% og mælist nú með 14,8%.

Stjórnarflokkarnir eiga frekar í vök að verjast sé miðað við siðustu kosningaúrslit. Sjálfstæðsiflokkurinn hefur misst um 7% eða um fjórðung fylgisins. Vinstri grænir hafa misst um 4% sem er líka nálægt fjórðungstap. Framsóknarflokkurinn stendur hins vegar eilítið betur nú en í kosningunum með um 1% aukningu sem er nærri 10% aukning.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 43,7%, samanborið við 38,8% í síðustu könnun.

DEILA