Lýðheilsu­göngur á sunnanverðum Vestfjörðum

Sept­ember er lýðheilsu­göngu­mán­uður Ferða­fé­lags Íslands líkt og undan­farin ár, en gengið verður alla miðviku­daga í sept­ember. Vest­ur­byggð og Tálkna­fjarð­ar­hreppur hafa sameinast um þetta heilsuátak með glæsi­lega dagskrá. Allir eiga að finna göngu við sitt hæfi og eru íbúar hvattir til að tengjast fólki, náttúru og sínu innra sjálfi með þátt­töku sinni.

Tilgangur lýðheilsuganganna er að hvetja almenning til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu og lífsgæði.

4. september – Gengið verður að Stöpum í Tálknafirði. Gengið verður í fylgd með UMFT og ætti gangan að taka um 90 mínútur. Lagt verður af stað frá Sellátrum klukkan 18:00.

11. september – Gengið verður upp á Brellur í Patreksfirði. Gengið verður í fylgd Margrétar Brynjólfsdóttur og ætti gangan að taka um 120
mínútur. Lagt verður af stað efst úr Sigtúni klukkan 18:00.

18. september – Smalaganga með Ásgeiri bónda á Innri-Múla. Fé verður rekið úr Hagafitinni þennan dag og ætti að taka um 120mínútur. Lagt verður af stað frá Innri-Múla klukkan 17:00.

25. september – Gengið verður upp að Hnjúksvatni í Bíldudal. Gengið verður í fylgd Iðu Marsibil Jónsdóttur og ætti gangan að taka um 90 mínútur. Lagt verður af stað frá gömlu rafstöðinni í botni Bíldudals klukkan 18:00.

DEILA