Bolungavík: sex bátar lönduðu 75 tonnum í gær

Sex bátar lönduðu afla sínum í Bolungavíkurhöfn í gær.  Steinunn SH 167 var aflahæst og landaði 23,6 tonnum.  Fimm línubátar lönduðu um 52 tonnum.

Það voru Jónína Brynja ÍS 17,4 tonn, Fríða Dagmar ÍS 16,8 tonn, Guðmundur Einars ÍS 10 tonn, Einar Hálfdáns ÍS 4,9 tonn og Otur II með 2,2 tonn.

Samtals var búið að landa 1.045 tonnum í Bolungavíkurhöfn frá byrjun september. Aflahæst er Sirrý ÍS með 241 tonn í þremur sjóferðum. Þá koma Saxhamar SH með 99 tonn, Jónína Brynja ÍS með 86 tonn, Klettur ÍS með 82 tonn   og Steinunn SH með 81 tonn.

 

DEILA