Um 150 tonn af lambahryggjum flutt út síðustu 12 mánuði

Á fyrri hluta ársins voru flutt út 3 tonn af ferskum lambahryggjum til Færeyja og er meðalverðið (FOB) 1.957 kr/kg skv. tölum Hagstofu Íslands.

Af  frystum hryggjum og hryggsneiðum með beini var flutt meira út á fyrri hluta ársins. Langmest fór til Færeyja 18,5 tonn og var meðalverðið 1.046 kr/kg.

Á seinni hluta síðasta árs  var flutt út á annað hundrað tonn af nýjum lambahryggjum og hryggsneiðar með beini. Mest var flutt til Sviss 54 tonn og til Bandaríkjanna fóru 50 tonn. Meðalverðið á útflutningnum til Bandaríkjanna var 2.115 kr/kg  en aðeins 900 kr til Sviss. Af frystum lambahryggjum var mest flutt til Færeyja eða 23 tonn og var meðalverðið 1.129 kr/kg.

Í grein á vef SVÞ í maí síðastliðnum skrifar Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ að meðal skilaverð á frosnu hryggjunum hafi verið 879 kr/kg, en örlítið hærra á þeim fersku af útflutningi á lambahryggjum sem féllu til við sláturtíð 2018. Andrés segir jafnframt að það verð sem versluninni hafi þá  staðið til boða hafi verið a.m.k. tvöfalt hærra.

DEILA