Tónleikar í Edinborgarhúsinu

Á morgun föstudag verða tónleikar í Edinborgarhúsinu þar sem þeir Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson spila en þeir hafa leikið saman í 20 ár.
Þeir fagna þessum áfanga með tónleikum og koma við í Edinborgarhúsinu 16. ágúst n.k. og halda tónleika í Bryggjusal. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00, miðaverð aðeins 2.500 kr

Á þessum tónleikum heiðra þeir og minnast João Gilberto. Hann var frægur og virtur um allan heim fyrir tónlist sína og var einn af feðrum Bossa Nova tónlistarinnar. Hann kom fram með nýjan spila- og söngstíl á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar.

DEILA