Skrýtin umræða um grænmeti í skólum

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík blandar sér í umræðuna um grænmetisfæðu í skólum. Samtök grænkera á Íslandi sendu sveitarfélögum áskorun í vikunni um að hætta alveg að bjóða dýraafurðir eða draga verulega úr framboði þeirra í mötuneytum skóla í ljósi hamfarahlýnunar.  vekur hann athygli á því að nær væri að byrja umhverfisátakið á því að nýta matvælin, svo sem fisk og kjöt,  sem eru fengin í nánasta umhverfinu fremur en að flytja grænmeti langar leiðir.

Í facebook færslu segir Jón Páll:

„Þessa dagana er mikið rætt um að auka neyslu á grænmeti í skólum. Samfara því beri að minnka eða útrýma neyslu á kjöti. Slíkt sé betra fyrir umhverfið. Fyrir mig er þetta skrítin umræða, sérstaklega í ljósi þess að á síðasta ári voru flutt inn 30 þúsund tonn af grænmeti til Ísland og allt grænmeti í Bolungarvík kemur hingað með flutningabíl.

Hér í Bolungarvík höfum við aðgengi að besta fiski í heimi. Hann er veiddur hérna rétt fyrir utan í köldum sjó Atlanshafsins. Okkar öflugu sjómenn koma síðan með fiskin að landi örfáum klukkustundum eftir að hann hefur verið veiddur. Í Bolungarvík erum við svo líka með besta kjöt í heimi (eins og flestir íslendingar reyndar) og hér í fjöllunum hér fyrir ofan ganga lömbin um frjáls og borða grasið í brekkunni. Í bænum framleiðir Arna bestu mjólkurvörur sem ég hef smakkað. Og ef við velltum því fyrir okkur þá eru í raun engar tæknilegar hindranir til að rækta grænmeti í Bolungarvík með raflýsingu væri einhver tilbúinn að fórna sér í þann rekstur.

Niðurstaðan er hinsvegar sú að það er erfitt, nánast ómögulegt, að selja ferskan fisk beint frá bát í Bolungarvík. Það er vonlaust að selja kjöt sem væri slátrað hér í Bolungarvík og enginn ræktar grænmenti til sölu. Ekki út af því að við viljum ekki borða besta fisk í heimi, besta kjöt í heimi, besta grænmeti í heimi (það yrði best, ef einhver mundi gera það hér). Heldur út af því að kerfið býður ekki uppá það. Sjálfsagt eru góð og gild rök fyrir því að þetta má ekki. En það eru hinsvegar engar tækilegar hindranir, bara mannlegar hindranir. Ef okkur er alvara með því að passa jörðina okkar og ef okkur er alvara að nota mötuneyti sveitarfélaga til axla ábyrgð á loftlagsbreytingum. Þá er fyrsta skrefið að byrja að borða besta mat í heimi sem er hérna fyrir utan dyrnar okkar. Væri það ekki betra heldur en að flytja inn grænmeti erlendis frá og keyra það vestur á firði?

Það er á okkar ábyrgð að bjóða börnunum okkar uppá hollan, fjölbreyttan, lítið unnin mat þar sem aflað er á sjálfbærann hátt í nærumhverfinu. Það er skynsamlegt og það er hægt, ef við bara ákveðum að það sé hægt.“

https://www.facebook.com/jon.p.hreinsson?__tn__=%2CdC-R-R&eid=ARAJwdBIldlbe2DeuyimPgiIGXu0zEhg9TCbFwkUV9CDVZ_fXPqHYW5A8Dzoaaty3jrJPFAPf-sn_0cs&hc_ref=ARQmHVXHFcHSqSiNlznDNaqK6xWxnTLI_qCL3MwyW7QEgQZWS01vP2uoG8LoADMxm80&fref=nf